mán 28.apr 2025 14:30 Mynd: Mummi Lú |
|

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeild kvenna: 8. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. KR er spáð áttunda sæti deildarinnar.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. KR, 62 stig
9. Haukar, 61 stig
10. Afturelding, 26 stig
8. KR
Eftir stutt stopp í 2. deild, þá er KR komið aftur upp í Lengjudeildina. KR féll úr Bestu deildinni sumarið 2022 eftir afar erfitt sumar, innan sem utan vallar. Það gekk erfiðlega að sækja stig innan vallar það sumarið og utan vallar gagnrýndu leikmenn og þjálfarar hvernig haldið var utan um liðið. Sumarið 2023 gekk svo áfram illa þegar komið var í Lengjudeildina en KR var spáð neðsta sæti fyrir mótið og endaði að lokum í næst neðsta sæti. Eftir tvö föll í röð, þá horfir vonandi til betri tíma fyrir Vesturbæinga núna þar sem þær komust upp í fyrra. KR hlýtur bara að stefna á það að byggja ofan á árangurinn í fyrra og komast enn hærra í sumar og á næstu árum.
Þjálfarinn: Reynsluboltarnir Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson eru þjálfarar KR en þeir tóku við liðinu fyrir tímabilið í fyrra og stýrðu því beint upp um deild. Gunnar spilaði fyrir KR þegar hann kom heim úr atvinnumennsku og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur meðal annars verið aðstoðarþjálfari hjá Leikni og aðalþjálfari Víkings Ólafsvíkur. Hann hefur síðustu árin þjálfað hjá KR og tók við kvennaliðinu fyrir síðasta tímabil. Ívar spilaði á sínum tíma 30 landsleiki fyrir Ísland og lék nokkurn fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni með Reading. Hann er líka afreksþjálfari hjá KR og ætti að geta kennt leikmönnum eitt og annað um varnarleik, rétt eins og Gunnar sem var líka frábær varnarmaður.
Stóra spurningin: Liggur leiðin núna upp á við?
Það var umræðan í mörg ár að KR væri sama um kvennaliðið sitt. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, steig síðast fram núna á dögunum í samtali við Vísi og sagði að öllum hefði verið sama um kvennaliðið í KR þegar hann var þjálfari þar. Og þannig var umræðan líka þegar liðið spilaði síðast í Bestu deildinni 2022. Nú er þetta vonandi að breytast og spurningin hvort þetta leiðin liggi upp á við í Vesturbænum. KR með sína sögu á að vera með báða meistaraflokka að berjast um titla.
Lykilmenn: Makayla Soll og Maya Neal
Makayla Soll var besti leikmaður KR í fyrra og var rosalega góð þegar liðið fór upp úr 2. deildinni. KR náði að endursemja við þennan öfluga leikmann í vetur og það var gífurlega mikilvægt. Hún er leikmaður sem gæti örugglega spilað í Bestu deildinni. KR samdi þá við varnarmanninn Mayu Neal á dögunum en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið meistari í Kasakstan. Hún spilaði með Aftureldingu í Lengjudeildinni sumarið 2023 og skoraði þá mikið af mörkum þrátt fyrir að vera varnarmaður.
Gaman að fylgjast með: Katla Guðmundsdóttir
Hefur farið á kostum í vetur og raðað inn mörkum fyrir KR-liðið. Í Lengjubikarnum skoraði hún ellefu mörk í sjö leikjum og svo bætti hún við fimm mörkum í tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Katla á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana því foreldrar hennar eru Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir. Bróðir hennar er Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina á Ítalíu.
Komnar:
Lina Berrah frá Bandaríkjunum
Maya Camille Neal frá Kasakstan
Þórey Björk Eyþórsdóttir frá Fram
Farnar:
Alice Elizabeth Walker til Þýskalands
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir í Fylki
Birta Ósk Sigurjónsdóttir í Gróttu (Var á láni)
Hildur Laila Hákonardóttir í KÞ (Var á láni frá Þrótti R.)
Lilja Davíðsdóttir Scheving í Gróttu (Var á láni)
Selma Dís Scheving í KH
Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir í Val (Var á láni)
Okkar markmið er skýrt
Gunnar Einarsson, þjálfari KR, segir að síðasta tímabil hafi verið mjög gott en spáin fyrir komandi sumar komi ekki mikið á óvart.
„Þessi spá kemur svo sem ekkert á óvart þar sem við erum nýliðar í deildinni," segir Gunnar.
„Það voru gerðar miklar breytingar á liðinu á síðasta tímabili og margir leikmenn fengu leiki. Liðið fór upp um deild þannig okkar mat er að síðast tímabil hafi verið mjög gott."
Undirbúningstímabilið hefur gengið vel hjá KR-ingum. „Við höfum verið mjög ánægðir með undirbúningstímabilið. Við höfum æft meira og betur en á síðasta tímabili. Liðið er núna að komast á mjög góðan stað fyrir komandi mót."
Eru miklar breytingar frá síðasta tímabili?
„Nei, það er ekki hægt að segja það. Eins og kom fram áður urðu miklar breytingar á liðinu á síðasta tímabili og því ekki eins miklar breytingar milli tímabila núna. Við höfum fengið góða leikmenn til liðs við okkur sem við höfum verið mjög ánægðir með. Eins hafa þeir leikmenn sem voru hjá okkur í fyrra verið á mikilli bætingu. Þannig við erum ánægðir með liðið."
Gunnar segir að það sé mikið af góðum liðum í Lengjudeildinni og má búast við spennandi deild í sumar.
„Þetta verður hörkudeild og það er mikið af góðum liðum í henni. Það má gera ráð fyrir því að þau lið sem komu niður úr Bestu deildinni í fyrra og þau lið sem voru í þriðja og fjórða sæti í Lengju deildinni muni raða sér í efri hluta deildarinnar."
„Okkar markmið er skýrt, það er að vera með samkeppnishæft lið sem erfitt er fyrir önnur lið að spila á móti og tryggja okkar sæti í deildinni. Síðan munum við meta stöðuna aftur þegar því markmiði er náð," segir Gunnar.
Eitthvað sem þið viljið bæta við að lokum?
„Við hvetjum alla til að mæta á völlinn, stuðningsmenn KR sem og stuðningsmenn annara liða. Það er fullt af flottum liðum og leikmönnum til að fylgjast með í þessari deild. Þannig fjölmennum á völlin og búum til skemmtilega umgjörð og stemmingu í kringum deildina."
Fyrstu þrír leikir KR
3. maí, Afturelding - KR (Malbikstöðin að Varmá)
8. maí, Keflavík - KR (HS Orku völlurinn)
17. maí, KR - HK (KR-völlur gervigras)
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. KR, 62 stig
9. Haukar, 61 stig
10. Afturelding, 26 stig
8. KR
Eftir stutt stopp í 2. deild, þá er KR komið aftur upp í Lengjudeildina. KR féll úr Bestu deildinni sumarið 2022 eftir afar erfitt sumar, innan sem utan vallar. Það gekk erfiðlega að sækja stig innan vallar það sumarið og utan vallar gagnrýndu leikmenn og þjálfarar hvernig haldið var utan um liðið. Sumarið 2023 gekk svo áfram illa þegar komið var í Lengjudeildina en KR var spáð neðsta sæti fyrir mótið og endaði að lokum í næst neðsta sæti. Eftir tvö föll í röð, þá horfir vonandi til betri tíma fyrir Vesturbæinga núna þar sem þær komust upp í fyrra. KR hlýtur bara að stefna á það að byggja ofan á árangurinn í fyrra og komast enn hærra í sumar og á næstu árum.
Þjálfarinn: Reynsluboltarnir Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson eru þjálfarar KR en þeir tóku við liðinu fyrir tímabilið í fyrra og stýrðu því beint upp um deild. Gunnar spilaði fyrir KR þegar hann kom heim úr atvinnumennsku og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur meðal annars verið aðstoðarþjálfari hjá Leikni og aðalþjálfari Víkings Ólafsvíkur. Hann hefur síðustu árin þjálfað hjá KR og tók við kvennaliðinu fyrir síðasta tímabil. Ívar spilaði á sínum tíma 30 landsleiki fyrir Ísland og lék nokkurn fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni með Reading. Hann er líka afreksþjálfari hjá KR og ætti að geta kennt leikmönnum eitt og annað um varnarleik, rétt eins og Gunnar sem var líka frábær varnarmaður.
Stóra spurningin: Liggur leiðin núna upp á við?
Það var umræðan í mörg ár að KR væri sama um kvennaliðið sitt. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, steig síðast fram núna á dögunum í samtali við Vísi og sagði að öllum hefði verið sama um kvennaliðið í KR þegar hann var þjálfari þar. Og þannig var umræðan líka þegar liðið spilaði síðast í Bestu deildinni 2022. Nú er þetta vonandi að breytast og spurningin hvort þetta leiðin liggi upp á við í Vesturbænum. KR með sína sögu á að vera með báða meistaraflokka að berjast um titla.
Lykilmenn: Makayla Soll og Maya Neal
Makayla Soll var besti leikmaður KR í fyrra og var rosalega góð þegar liðið fór upp úr 2. deildinni. KR náði að endursemja við þennan öfluga leikmann í vetur og það var gífurlega mikilvægt. Hún er leikmaður sem gæti örugglega spilað í Bestu deildinni. KR samdi þá við varnarmanninn Mayu Neal á dögunum en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið meistari í Kasakstan. Hún spilaði með Aftureldingu í Lengjudeildinni sumarið 2023 og skoraði þá mikið af mörkum þrátt fyrir að vera varnarmaður.
Gaman að fylgjast með: Katla Guðmundsdóttir
Hefur farið á kostum í vetur og raðað inn mörkum fyrir KR-liðið. Í Lengjubikarnum skoraði hún ellefu mörk í sjö leikjum og svo bætti hún við fimm mörkum í tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Katla á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana því foreldrar hennar eru Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir. Bróðir hennar er Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina á Ítalíu.
Komnar:
Lina Berrah frá Bandaríkjunum
Maya Camille Neal frá Kasakstan
Þórey Björk Eyþórsdóttir frá Fram
Farnar:
Alice Elizabeth Walker til Þýskalands
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir í Fylki
Birta Ósk Sigurjónsdóttir í Gróttu (Var á láni)
Hildur Laila Hákonardóttir í KÞ (Var á láni frá Þrótti R.)
Lilja Davíðsdóttir Scheving í Gróttu (Var á láni)
Selma Dís Scheving í KH
Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir í Val (Var á láni)
Okkar markmið er skýrt
Gunnar Einarsson, þjálfari KR, segir að síðasta tímabil hafi verið mjög gott en spáin fyrir komandi sumar komi ekki mikið á óvart.
„Þessi spá kemur svo sem ekkert á óvart þar sem við erum nýliðar í deildinni," segir Gunnar.
„Það voru gerðar miklar breytingar á liðinu á síðasta tímabili og margir leikmenn fengu leiki. Liðið fór upp um deild þannig okkar mat er að síðast tímabil hafi verið mjög gott."
Undirbúningstímabilið hefur gengið vel hjá KR-ingum. „Við höfum verið mjög ánægðir með undirbúningstímabilið. Við höfum æft meira og betur en á síðasta tímabili. Liðið er núna að komast á mjög góðan stað fyrir komandi mót."
Eru miklar breytingar frá síðasta tímabili?
„Nei, það er ekki hægt að segja það. Eins og kom fram áður urðu miklar breytingar á liðinu á síðasta tímabili og því ekki eins miklar breytingar milli tímabila núna. Við höfum fengið góða leikmenn til liðs við okkur sem við höfum verið mjög ánægðir með. Eins hafa þeir leikmenn sem voru hjá okkur í fyrra verið á mikilli bætingu. Þannig við erum ánægðir með liðið."
Gunnar segir að það sé mikið af góðum liðum í Lengjudeildinni og má búast við spennandi deild í sumar.
„Þetta verður hörkudeild og það er mikið af góðum liðum í henni. Það má gera ráð fyrir því að þau lið sem komu niður úr Bestu deildinni í fyrra og þau lið sem voru í þriðja og fjórða sæti í Lengju deildinni muni raða sér í efri hluta deildarinnar."
„Okkar markmið er skýrt, það er að vera með samkeppnishæft lið sem erfitt er fyrir önnur lið að spila á móti og tryggja okkar sæti í deildinni. Síðan munum við meta stöðuna aftur þegar því markmiði er náð," segir Gunnar.
Eitthvað sem þið viljið bæta við að lokum?
„Við hvetjum alla til að mæta á völlinn, stuðningsmenn KR sem og stuðningsmenn annara liða. Það er fullt af flottum liðum og leikmönnum til að fylgjast með í þessari deild. Þannig fjölmennum á völlin og búum til skemmtilega umgjörð og stemmingu í kringum deildina."
Fyrstu þrír leikir KR
3. maí, Afturelding - KR (Malbikstöðin að Varmá)
8. maí, Keflavík - KR (HS Orku völlurinn)
17. maí, KR - HK (KR-völlur gervigras)
Athugasemdir